Nú er komið að kaflaskiptum hjá fyrirtækinu. Jóhannes Brandsson sem stofnaði fyrirtækið 1961 hefur ákveðið að láta gott heita og selja reksturinn. Fyrirtækið fer þó ekki langt út úr stórfjöldskyldunni þar sem bæði sonur hans og bróðursonur, ásamt gömlum viðskiptavini taka við keflinu. Það er stefna nýrra eigenda að viðhalda því faglega verki sem fyrirtækið er þekkt fyrir. Sú reynsla sem fyrirtækið byggir á verður ennþá til staðar. Þessi 56 ára unglingur sem fyrirtækið er, hefur markað sögu sína sem eitt af frumkvöðlum íslenskra fyrirtækja í framleiðslu spenna og varð snemma nauðsynlegur þjónustuhlekkur og stuðningur við íslenskan iðnað. Margt hefur þó breyst á þessum áratugum sem fyrirtækið hefur starfað. Sú starfsemi í spennasmíð er ekki lengur í þeirri stærðagráðu sem áður var þegar 12 manns unnu hjá fyrirtækinu í áratugi. Með nýjum tímum þarf fyrirtækið því að finna sér nýjan farveg inn í framtíðina ásamt því að viðhalda þeirri góðu þjónustu sem verið hefur. Vonum við að okkar tryggu viðskiptavinir verði varir við jákvæðar breytingar sem eru að ganga yfir og haldi áfram að fá þá góðu þjónustu sem fyrirtækið er þekkt fyrir.