Okkar birgjar eru flestir frá Evrópu. Þeir eru allir með sérþekkingu á sínu sviði. Hönnun og öll smíði fer fram hjá þeim eða undir þeirra eftirliti.
Við erum í góðu samstarfi við spenna fyrirtæki í Þýskalandi. BLOCK Transformatoren-Elektronik GmbH er einn af okkar aðal birgjum með spennavörur. Hjá þeim fáum við mikið úrval af töfluspennum, 3 fasa spennum, halogen spennum, ásamt miklu úrvali af dc spennugjöfum og spennugjöfum með möguleika á vara afli. Ekki má gleyma nýjustu afurð þeirra sem eru öryggi fyrir jafnspennu (24Vdc) Þetta eru öryggi sem eru Modbus RTU tengd til að fá sýn á stöðu og má sjá nánar á vörusíðu okkar.
Block er leiðandi fyrirtæki í þýskalandi sem á fulltrúa í staðlaráði þýskalands.
Áriðlar er einnig okkar fag og fáum við þá frá Studer í Sviss. Þeir eru framleiðendur af gæða áriðlum og höfum við sótt námskeið í bilanagreiningu og viðgerð hjá þeim. Áriðlarnir frá þeim hafa verið vinsælir í báta og skip hér á landi en eru mikið notaðir við sólarsellur og vindorkuver erlendis. Hægt er að framleiða 3 fasa rafmagn með áriðlum frá þeim. Þeir framleiða einnig mikið af hleðslutækjum og dc/dc breytum (jafnspennubreytum). Sjá nánar á vörusíðu okkar
Tempus eget urna id, maximus commodo odio. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur elits sadips. Praesent alis lacus. Nunc at vulputate justo.